Enski boltinn

Valdi þrumufleyg Gylfa gegn Leicester flottasta mark tímabilsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi við það að hamra boltanum í vinkilinn.
Gylfi við það að hamra boltanum í vinkilinn. vísir/getty

Í tilefni lokaumferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag hefur BBC fengið einn stuðningsmann frá hverju liði þar sem hann gerir upp leiktíðina.

Dave Downie er stuðningsmaður Everton sem gerir upp leiktíðina í veflýsingu BBC en Dave stýrir hlaðvarpsþættinum The Blue Room eða bláa herbergið.

Besti leikmaður tímabilsins að mati Dave var Lucas Digne en hann valdi Digne einnig kaup tímabilsins. Hann var keyptur frá Barcelona síðasta sumar og gert það gott í vinstri bakverðinum.

Mark tímabilsins var valið mark Gylfa gegn Leicester í október en hann skoraði sigurmark Everton á útivelli með bylmingsskoti.

Dave gefur Marco Silva einkunnina sjö fyrir frammistöðu hans á leiktíðinni og Everton-liðinu einkunnina sex fyrir þeirra frammistöðu á leiktíðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.