Enski boltinn

Myndaveisla: Meistarafögnuður City-manna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fékk flugferð eftir leik.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fékk flugferð eftir leik. vísir/getty
Manchester City varð Englandsmeistari annað árið í röð eftir 1-4 sigur á Brighton á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

City fékk 98 stig, einu stigi meira en Liverpool sem vann Wolves á sama tíma, 2-0.

Mikill fögnuður braust út á AmEx vellinum í Brighton þegar flautað var til leiksloka. City-menn fögnuðu sjötta meistaratitlinum í sögu félagsins vel og innilega.

City vann einnig enska deildabikarinn og getur unnið þriðja titilinn á tímabilinu um næstu helgi þegar liðið mætir Watford í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá meistarafögnuði City-manna eftir leikinn gegn Brighton í dag.

Vincent Kompany lyfti Englandsmeistarabikarnum.vísir/getty
Riyad Mahrez var óvænt í byrjunarliði City og skilaði marki og stoðsendingu. Hann varð einnig Englandsmeistari með Leicester City 2016.vísir/getty
Sergio Agüero með bikarinn. Hann skoraði eitt mark gegn Brighton.vísir/getty
Bikarinn gerður klár.vísir/getty
David Silva hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með City.vísir/getty
Ensku landsliðsmennirnir John Stones og Kyle Walker hinir kátustu.vísir/getty
Guardiola faðmar Ilkay Gündogan sem skoraði fjórða mark City með skoti beint úr aukaspyrnu.vísir/getty
City var tveimur stigum frá því að jafna stigamet sitt frá síðasta tímabili.vísir/getty

Tengdar fréttir

Van Dijk valinn sá besti

Hollendingurinn valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.

Tottenham og Everton skildu jöfn

Gylfi Þór spilaði allan leikinn er Tottenham Hotspur og Everton gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Alisson vann gullhanskann | Bætti met Reina

Alisson Becker, markvörður Liverpool, varð í dag fyrsti markvörður félagsins til þess að halda hreinu í meira en 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×