Enski boltinn

Alisson vann gullhanskann | Bætti met Reina

Dagur Lárusson skrifar
Alisson Becker.
Alisson Becker. vísir/getty
Alisson Becker, markvörður Liverpool, varð í dag fyrsti markvörður félagsins til þess að halda hreinu í meira en 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Það var Spánverjinn Pepe Reina sem átti metið á undan Alisson en tímbilin 2005-2006 og 2008-2009 hélt hann hreinu 20 sinnum.





Alisson gerði sér þó lítið fyrir og bætti þetta met með því að halda hreinu gegn Wolves í dag en hann hefur því haldið hreinu 21 sinni á þessu tímabili.

Alisson hefur farið á kostum í marki Liverpool í vetur og var það mikið gagnrýnt þegar Ederson var valinn í lið tímabilsins fyrir nokkrum vikum í stað kappans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×