Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Ekki boðlegt að menn hlaupi ekki til baka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Árni Snær er frábær í að sparka boltanum.
Árni Snær er frábær í að sparka boltanum.

Skagamenn unnu frábæran sigur á FH og bæði mörk liðsins komu eftir kröftugar skyndisóknir sem byrja hjá markverðinum, Árna Snæ Ólafssyni.

Strákarnir í Pepsi Max-mörkunum greindu seinna markið vel sem byrjar á langri sendingu frá Árna Snæ. Skagamenn eru það fljótir upp að þeir skilja FH-inga eftir.

Bjarki Steinn Bjarkason komst í fínt færi og kláraði það frábærlega.

„Þetta er ekki alveg boðlegt að menn skuli ekki hlaupa til baka eins og FH gerir,“ sagði Logi Ólafsson.

Markið og umræðuna má sjá hér að neðan.


Klippa: Pepsi Max-mörkin: Annað mark ÍA gegn FH


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.