Forseti danska þingsins segir Eurovision alltof mikið hommaball Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 19:08 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. Fréttablaðið/Anton Brink Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Þjóðarflokksins, segir Eurovision farið að snúast alltof mikið um homma og transfólk. Ummælin hafa vakið mikla athygli í Danmörku en hún leggur líka til að þjóðirnar syngi í auknum æmli á móðurmáli sínu, dönsku í tilfelli Dana.Tillykke til Leonora dejligt Danmark går videre i Grand Prix. Det er en dejlig sang, Danmark stiller med. Men ellers enig med Ivan Pedersen fra Laban. Alt for meget bøsse, drag og gejl i Eurovision. Og så gerne, alle sang nationalsprog. Vi skal da synge dansk#dkpol https://t.co/gdAxprPXgS— Pia Kjærsgaard (@Pia_Kjaersgaard) May 17, 2019 Pia tekur bolta danska tónlistarmannsins Ivan Pedersen á lofti sem ollu usla fyrr í vikunni. Sá hafði orð á því að Eurovision væri orðið að alltof mikilli hommahátíð. Sjálfur tók Pedersen þátt í undankeppninni í Danmörku 1982 og hafnaði í neðsta sæti. „Það eina sem skiptir máli er að koma út úr skápnum eða að hafa farið í vel heppnaða kynleiðréttingu og hafa styrk til að vera maður sjálfur, bara ekki venjulegur,“ sagði Pedersen en orð hans sköpuðu mikla umræðu. Skoðun hans hefur fengið byr undir báða vængi með tísti þingforsetans sem líkir Eurovision við hommaball. „Það er eins og Eurovision séð orðið að stóru hommaballi og mér finnst ekki að það eigi að vera þannig,“ segir Pia. Aðspurð hve stórt hlutfall homma sé í lagi segir Pia það ekki hennar að svara. „Fólk verður að meta það sjálft. Mér finnst hommar mega nýta hæfileika sína í hvað sem er, hvort sem það er í stjórnmálum, Eurovision eða sem blaðamenn.“ Óhætt er að segja að margir í tónlistarsamfélaginu í Danmörku hafi mótmælt orðum Piu „Flott Pia?! Bæði að stjórna því hvernig við semjum tónlistina okkar og óska þess að skrúfa niður í fjölbreytileikanum,“ segir Anna Lidell, formaður DJBFA sem er fjölmennasta tónskáldafélag í Danmörku. „Eurovision er hátíð þar sem á að vera pláss fyrir alla.“ Töluverðar deilur sköpuðust hér á landi sumarið 2018 þegar Pia var heiðursgestur á hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. „Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, við það tilefni. Danmörk Eurovision Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Þjóðarflokksins, segir Eurovision farið að snúast alltof mikið um homma og transfólk. Ummælin hafa vakið mikla athygli í Danmörku en hún leggur líka til að þjóðirnar syngi í auknum æmli á móðurmáli sínu, dönsku í tilfelli Dana.Tillykke til Leonora dejligt Danmark går videre i Grand Prix. Det er en dejlig sang, Danmark stiller med. Men ellers enig med Ivan Pedersen fra Laban. Alt for meget bøsse, drag og gejl i Eurovision. Og så gerne, alle sang nationalsprog. Vi skal da synge dansk#dkpol https://t.co/gdAxprPXgS— Pia Kjærsgaard (@Pia_Kjaersgaard) May 17, 2019 Pia tekur bolta danska tónlistarmannsins Ivan Pedersen á lofti sem ollu usla fyrr í vikunni. Sá hafði orð á því að Eurovision væri orðið að alltof mikilli hommahátíð. Sjálfur tók Pedersen þátt í undankeppninni í Danmörku 1982 og hafnaði í neðsta sæti. „Það eina sem skiptir máli er að koma út úr skápnum eða að hafa farið í vel heppnaða kynleiðréttingu og hafa styrk til að vera maður sjálfur, bara ekki venjulegur,“ sagði Pedersen en orð hans sköpuðu mikla umræðu. Skoðun hans hefur fengið byr undir báða vængi með tísti þingforsetans sem líkir Eurovision við hommaball. „Það er eins og Eurovision séð orðið að stóru hommaballi og mér finnst ekki að það eigi að vera þannig,“ segir Pia. Aðspurð hve stórt hlutfall homma sé í lagi segir Pia það ekki hennar að svara. „Fólk verður að meta það sjálft. Mér finnst hommar mega nýta hæfileika sína í hvað sem er, hvort sem það er í stjórnmálum, Eurovision eða sem blaðamenn.“ Óhætt er að segja að margir í tónlistarsamfélaginu í Danmörku hafi mótmælt orðum Piu „Flott Pia?! Bæði að stjórna því hvernig við semjum tónlistina okkar og óska þess að skrúfa niður í fjölbreytileikanum,“ segir Anna Lidell, formaður DJBFA sem er fjölmennasta tónskáldafélag í Danmörku. „Eurovision er hátíð þar sem á að vera pláss fyrir alla.“ Töluverðar deilur sköpuðust hér á landi sumarið 2018 þegar Pia var heiðursgestur á hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. „Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, við það tilefni.
Danmörk Eurovision Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast Sjá meira