Erlent

Yfirvöld í Rússlandi harma neikvæð samskipti við Washington eftir Mueller skýrsluna

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Athugasemdir frá dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, fyrir blaðamannafund um skýrslu Muellers.
Athugasemdir frá dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, fyrir blaðamannafund um skýrslu Muellers. Getty/Erik Lesser

Yfirvöld í Rússlandi sögðu í dag, föstudag, að skýrsla Muellers sýni ekki fram á að neinar sannanir séu fyrir því að rússneska ríkið hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Frá þessu er greint á vef Reuters.

Skýrslan, sem var birt á þriðjudag, greinir þó frá því að mikil samskipti hafi verið á milli framboðs Donalds Trumps og rússneskra útsendara sem hafi reynt að halla kosningunum Trump í vil. Hins vegar kom fram í skýrslunni að ekkert glæpsamlegt athæfi hafi verið á milli framboðs Trumps og Rússlands.

Talsmaður rússneskra yfirvalda sagði á blaðamannafundi að yfirvöld í Rússlandi hörmuðu þau neikvæðu áhrif sem skýrslan hafi haft á samskipti rússneskra yfirvalda og yfirvalda í Washington.


Tengdar fréttir

"Ekkert samráð“

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu.

Mueller-skýrslan kynnt í dag

Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.