Erlent

Yfirvöld í Rússlandi harma neikvæð samskipti við Washington eftir Mueller skýrsluna

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Athugasemdir frá dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, fyrir blaðamannafund um skýrslu Muellers.
Athugasemdir frá dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, fyrir blaðamannafund um skýrslu Muellers. Getty/Erik Lesser
Yfirvöld í Rússlandi sögðu í dag, föstudag, að skýrsla Muellers sýni ekki fram á að neinar sannanir séu fyrir því að rússneska ríkið hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Frá þessu er greint á vef Reuters.Skýrslan, sem var birt á þriðjudag, greinir þó frá því að mikil samskipti hafi verið á milli framboðs Donalds Trumps og rússneskra útsendara sem hafi reynt að halla kosningunum Trump í vil. Hins vegar kom fram í skýrslunni að ekkert glæpsamlegt athæfi hafi verið á milli framboðs Trumps og Rússlands.Talsmaður rússneskra yfirvalda sagði á blaðamannafundi að yfirvöld í Rússlandi hörmuðu þau neikvæðu áhrif sem skýrslan hafi haft á samskipti rússneskra yfirvalda og yfirvalda í Washington.


Tengdar fréttir

Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina

Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan.

"Ekkert samráð“

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu.

Mueller-skýrslan kynnt í dag

Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.