Maurizio Sarri: Fullkomlega eðlilegt að vera með Eden Hazard á bekknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 22:15 Eden Hazard. Vísir/Getty Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni en með sigri í keppninni getur Chelsea tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir leikinn í gærkvöldi en Chelsea gerði þá 1-1 jafntefli á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt. „Það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður sem spilar 70 leiki á tímabili byrji stundum á bekknum,“ sagði Maurizio Sarri. Hann ákvað að hvíla sinn besta leikmann í leiknum í gær. „Við spilum aftur eftir aðeins 62 klukkutíma,“ sagði Maurizio Sarri en hann talaði líka um það að Eden Hazard hafi ekki fengið að vita það fyrirfram að hann myndi ekki byrja leikinn. Fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að Eden Hazard fari frá Chelsea í sumar en hann hefur verið stanslaust orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.Maurizio Sarri said he left Eden Hazard out of Chelsea's starting XI against Frankfurt because he needed to rest.https://t.co/7eUaD3gWdupic.twitter.com/Qo3CACWZ0d — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019„Hann tók þessu vel, var eins og hann er vanur og grínaðist í liðsfélögum sínum. Hann veit um hvað þessa snýst,“ sagði Maurizio Sarri um viðbrögð Eden Hazard við því að missa af þessum mikilvæga leik. Chelsea getur líka tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í gegnum ensku úrvalsdeildina en þar er liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum. „Við erum að fara spila fimm leiki á tveimur vikum og þeir eru allir jafnmikilvægir. Við vitum ekki enn hvar leið okkar liggur. Við viljum bæði komast í Meistaradeildina og vinna Evrópudeildina,“ sagði Sarri. „Við viljum ekki aðeins komast í úrslitaleikinn því við viljum vinna hann líka. Fyrir þremur mánuðum þá vorum við í vandræðum. Nú erum við meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni og komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mér finnst við eiga skilið að vinna bikar,“ sagði Sarri.Real Madrid are confident they will sign Eden Hazard as soon as the season is over. Gossip: https://t.co/nIuWOb51BKpic.twitter.com/WGZGlCdz9s — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni en með sigri í keppninni getur Chelsea tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir leikinn í gærkvöldi en Chelsea gerði þá 1-1 jafntefli á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt. „Það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður sem spilar 70 leiki á tímabili byrji stundum á bekknum,“ sagði Maurizio Sarri. Hann ákvað að hvíla sinn besta leikmann í leiknum í gær. „Við spilum aftur eftir aðeins 62 klukkutíma,“ sagði Maurizio Sarri en hann talaði líka um það að Eden Hazard hafi ekki fengið að vita það fyrirfram að hann myndi ekki byrja leikinn. Fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að Eden Hazard fari frá Chelsea í sumar en hann hefur verið stanslaust orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.Maurizio Sarri said he left Eden Hazard out of Chelsea's starting XI against Frankfurt because he needed to rest.https://t.co/7eUaD3gWdupic.twitter.com/Qo3CACWZ0d — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019„Hann tók þessu vel, var eins og hann er vanur og grínaðist í liðsfélögum sínum. Hann veit um hvað þessa snýst,“ sagði Maurizio Sarri um viðbrögð Eden Hazard við því að missa af þessum mikilvæga leik. Chelsea getur líka tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í gegnum ensku úrvalsdeildina en þar er liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum. „Við erum að fara spila fimm leiki á tveimur vikum og þeir eru allir jafnmikilvægir. Við vitum ekki enn hvar leið okkar liggur. Við viljum bæði komast í Meistaradeildina og vinna Evrópudeildina,“ sagði Sarri. „Við viljum ekki aðeins komast í úrslitaleikinn því við viljum vinna hann líka. Fyrir þremur mánuðum þá vorum við í vandræðum. Nú erum við meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni og komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mér finnst við eiga skilið að vinna bikar,“ sagði Sarri.Real Madrid are confident they will sign Eden Hazard as soon as the season is over. Gossip: https://t.co/nIuWOb51BKpic.twitter.com/WGZGlCdz9s — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira