Erlent

Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. Dómsmálanefnd fulltúradeildarinnar samþykkti í gær að lýsa William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í vanvirðingu gagnvart þinginu vegna neitunar hans að afhenda þinginu skýrslu Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu, án útstrikana, og gögn rannsakenda.Hann neitaði stefnu þingsins eftir að Trump krafðist trúnaðar vegna rannsóknarinnar. Starfsmenn Hvíta húsið berjast nú með kjafti og klóm gegn þó nokkrum rannsóknum Demókrata gagnvart Trump og ríkisstjórn hans.Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar eiga eftir að greiða atkvæði um vanvirðingu Barr en í dag sagði Pelosi að það sé ekki víst hvenær það verði, því mögulega standi til að halda sambærilegar atkvæðagreiðslur um fleiri aðila.Blaðamenn Politico segja það til marks um að Demókratar gætu tekið nokkrar vikur í það að íhuga stöðu sína, áður en gripið verði til frekari aðgerða gegn Barr, og þá mögulega öðrum.Á blaðamannafundi sem hún hélt í dag sagði Pelosi að Bandaríkin stæðu nú frammi fyrir stjórnarskrárkrísu og ljóst væri að ríkisstjórn Trump væri ekki að standa við skyldur sínar gagnvart lögunum.

Meðal þeirra sem kemur til greina að saka um vanvirðingu er Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögmaður Hvíta hússins. Hann ákvað nýverið að afhenda þingmönnum ekki skjöl frá starfstíma hans í Hvíta húsinu vegna skipanna sem hann fékk frá Hvíta húsinu.McGahn var mikilvægt vitni í rannsókn Robert Mueller, Rússarannsókninni svokölluðu, og lýsti hann tilvikum þar sem Trump skipaði honum að reka Mueller úr starfi sínu og binda enda á rannsóknina.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaPelosi hefur stigið varlega til jarðar síðan Mueller skilaði skýrslu sinni og reynt að draga úr væntingum Demókrata varðandi það hvort þingið hefji ferli til að mögulega kæra Trump fyrir embættisbrot. Samkvæmt New York Times er hún þeirrar skoðunar að Demókratar þurfi að einbeita sér að málefnum sem þau græddu verulega á í kosningunum í fyrra. Til dæmis heilbrigðisþjónustu.Hún ítrekaði þá skoðun sína á blaðamannafundinum í dag en lokaði ekki á mögulega kæru gegn Trump.„Við ætlum að gera það sem er rétt. Það er bara þannig og það sem við gerum mun byggja á staðreyndum, lögum og föðurlandsást. Ekki flokkslínum eða einhverju öðru,“ sagði Pelosi.


Tengdar fréttir

Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti

Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.