Enski boltinn

Vilja launahækkanir til að fyrirbyggja tekjutap ef United kemst ekki í Meistaradeild

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Margar af helstu stjörnum Old Trafford eru sagðar að vilja yfirgefa Manchester
Margar af helstu stjörnum Old Trafford eru sagðar að vilja yfirgefa Manchester vísir/getty
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Paul Pogba og David de Gea hjá Manchester United. Þeir félagar ætla að nýta sér óvissuna í kringum það hvort United komist í Meistaradeildina til þess að tryggja sér launahækkun.Allir leikmenn United, sama hvað þeir heita og hvað þeir fá í laun, þurfa að taka á sig 25 prósenta launalækkun ef United mistekst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.United er með klásúlu upp á þetta í samningum allra leikmanna sinna þar sem félögin fá minni tekjur ef þau missa af Meistaradeildinni. Forráðamenn United ætla ekki að fjarlæga klásúluna sama hvað svo í staðinn vilja leikmennirnir verðmætari samninga svo þeir haldi þeim lágmarkslaunum sem þeir vilja þrátt fyrir lækkunina.De Gea verður samningslaus næsta sumar og því standa samningaviðræður sem hæst til þess að tryggja áframhaldandi veru Spánverjans á Old Trafford, eða í það minnsta að sjá til þess að áhugasöm félög þurfi að greiða eitthvað fyrir það að hrifsa hann í burtu.De Gea er sagður vilja þó nokkra launahækkun, en hann er í dag að fá 200 þúsund pund á viku. Spánverjinn hefur ekki náð að standa undir væntingum á tímabilinu en síðustu ár hefur hann verið einn besti maður liðsins.Pogba á tvö ár eftir af sínum samningi en Real Madrid er sagt vilja fá hann og hafa bæði Pogba og Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, látið hafa eftir sér ummæli á síðustu misserum sem benda til þess að Pogba gæti verið á faraldsfæti í sumar. Núverandi samningur Pogba er upp á 290 þúsund pund.Alexis Sanchez er launahæsti leikmaður United í dag, hann er með 350 þúsund pund í vikulaun.Manchester Untied er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag, tveimur stigum á eftir Arsenal í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu. Bæði lið eiga fimm leiki eftir.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Pogba og De Gea sagðir á förum í sumar

Það gæti orðið svo að Ole Gunnar Solskjær mæti með algjörlega nýtt Manchester United lið til leiks á næsta tímabili en sífellt fleiri fréttir berast af því að byrjunarliðsmenn vilji frá félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.