Enski boltinn

Matic: Tapið er mér að kenna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það vantaði leiðtoga á völlinn segir Matic
Það vantaði leiðtoga á völlinn segir Matic vísir/getty
Nemanja Matic gagnrýndi leiðtogaleysi í liði Manchester United en sagði að ef tapið fyrir Everton í dag væri einhverjum að kenna þá væri það honum að kenna.

Manchester United var niðurlægt þegar þeir rauðu mættu á Goodison Park í Liverpool-borg í dag. Everton vann öruggan 4-0 sigur.

„Starfsliðið undirbjó okkur fyrir þennan leik eins og hvern annan og sýndu okkur öll þau smáatriði sem Everton gat notað til þess að særa okkur. En vandamálið var að það vantaði leiðtoga inn á völlinn,“ sagði Serbinn eftir leikinn.

„Ég er einn reyndasti maður liðsins og ef ég vinn ekki baráttuna á miðsvæðinu þá verður leikurinn erfiðari fyrir allt liðið.“

„Ef tapið er einhverjum að kenna þá er það mér.“

Eitt af því sem Matic getur tekið til sín er markið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði. Gylfi átti skot vel fyrir utan teiginn, hann fékk nægan tíma til þess að munda skotfótinn að mestu leiti vegna þess að Matic lokaði ekki á hann nógu fljótt.

United er enn í sjötta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Arsenal í fjórða sæti þökk sé tapi Arsenal fyrir Crystal Palace. Untied mætir Manchester City í grannaslag á miðvikudag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×