Enski boltinn

Skilur ekki afhverju United gaf Solskjær starfið svona snemma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær eftir skellinn gegn Everton í gær.
Solskjær eftir skellinn gegn Everton í gær. vísir/getty
Manchester United hefði átt að bíða lengur með fastráðninguna á Ole Gunnar Solskjær. Þetta segir Danny Mills, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum atvinnumaður.

Solskjær var ráðinn tímabundinn stjóri United í desembermánuði og eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í fjórtán leikjum af nítján fékk hann starfið endanlega í marsmánuði. Mills segir að það hafi verið mistök.

„Ég skil ekki afhverju þeir gáfu Solskjær starfið svona snemma. Hann var aldrei að fara neitt. Ef Barcelona, Real Mdrid eða PSG hefðu komið þá hefði hann sagt: Nei, ég mun bíða þangað til í lok leiktíðarinnar,“ sagði Mills.

„Það var enginn þörf að drífa sig í að ráða hann. Skyndilega ef þeir tapa næstu þremur eða fjórum lekjum, hvað gerist á?“ en gengi United hefur ekki verið upp á marga fiska eftir að Solskjær fékk fastráðningu.

„Þeir hafa verið á hörmulegu skriði og árangur hans lítur ekkert sérstaklega vel út er hann kemur inn í sumarið og ætlar að ná í aðra leikmenn. Þeir geta ekki rekið hann, það er ekki að fara gerast, en eru þeir með rétta manninn í starfið?“ sagði Mills.

United á heldur betur erfitt verkefni fyrir höndum í vikunni er þeir mæta toppliði Manchester City. Vilji United eiga einhvern möguleika á Meistaradeildarsæti þurfa þeir þrjú stig gegn ríkjandi meisturunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×