Enski boltinn

Norwich skrefi nær úrvalsdeildinni eftir jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norwich fagnar í dag.
Norwich fagnar í dag. vísir/getty
Norwich er skrefi nær ensku úrvalsdeildinni eftir 2-2 jafntefli við Stoke á útivelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Í tvígang komst Norwich yfir. Onel Hernandez kom þeim yfir í fyrri hálfleik og Teemu Pukki í þeim síðari en í bæði skiptin náði Stoke að jafna.

Norwich er nú með 88 stig á toppi deildarinnar, Sheffield United er í öðru sætinu með 85 stig eftir 3-0 sigur á Hull og Leeds er með 82 stig. Leeds spilar gegn Brentford síðar í dag.

Fyrrum samherjar Harðar Magnússonar í Bristol töpuðu mikilvægum stigum gegn Sheffield Wednesday en bristol er í baráttunni við Middlesbrough um sæti í umspilinu.

Öll úrslit dagsins:

Aston Villa - Millwall 1-0

Blackburn - Bolton 2-0

Derby - QPR 0-0

Hull - Sheffield 0-3

Ipswich - Swansea 0-1

Nottingham Forest - Middlesbrough 3-0

Reading - WBA 0-0

Rotherham - Birmingham 1-3

Sheffield Wednesday - Bristol 2-0

Stoke - Norwich 2-2

Wigan - Preston 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×