Enski boltinn

Pogba: Frammistaðan vanvirðing við félagið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í leiknum gegn Everton.
Pogba í leiknum gegn Everton. vísir/getty

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segir að frammistaða liðsins gegn Everton í gær hafi verið óboðleg en United tapaði leiknum 4-0.

Everton hafði öll tök á leiknum og sáu leikmenn United aldrei til sólar. Staðan var 2-0 í hálfleik en í stað þess að United kæmi til baka í síðari hálfleik bættu heimamenn í.

„Þetta var eitthvað annað lið sem spilaði þarna og það er ekki gott. Þetta er ekki gott fyrir United, ekki fyrir sögu félagsins og ekki fyrir stuðningsmennina. Þetta er ekki gott á neinn hátt það sem gerðist,“ sagði Pogba.

„Að tapa er ekki gott og sérstaklega ekki þegar þú ert í baráttunni um topp fjögur sætin. Að tapa 4-0 er einnig ekki gott. Ég ætla ekki að vanvirða Everton en hvernig við spiluðum og frammistaða mín og liðsins var vanvirðing.“

„Stundum gefuru allt þitt en ekkert kemur út úr því. Það fór allt á versta veg en það sem skiptir mestu máli er að hugarfarið sem við komum með inn á völlinn verðru að breytast. Nú þurfum við að hugsa um næsta leik og gera betur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.