Enski boltinn

Hudson-Odoi sleit hásin og missir af síðustu leikjum Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hudson-Odoi var studdur af velli í gær
Hudson-Odoi var studdur af velli í gær vísir/getty

Chelsea verður án krafta Callum Hudson-Odoi það sem eftir er af tímabilinu en hann sleit hásin í gærkvöld.

Hinn átján ára Hudson-Odoi fór af leikvelli á 41. mínútu í leik Chelsea og Burnley í gærkvöld eftir meiðsli. Hann staðfesti svo á Twitter að hann yrði úti það sem eftir lifir tímabils.
Hudson-Odoi hefur komið við sögu í 24 leikjum Chelsea á tímabilinu og byrjað fjóra af síðustu sex leikjum félagsins.

Chelsea er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Þrír leikir eru eftir af deildinni og þá er Chelsea komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

Chelsea fór í gærkvöld upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Burnley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.