Enski boltinn

Emery: Fjórða sætið er í okkar höndum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery klappar saman höndum.
Emery klappar saman höndum. vísir/getty

Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að Arsenal sé með fjórða sætið í sínum höndum fyrir lokaumferðirnar í enska boltanum.

Arsenal mætir Wolves á útivelli annað kvöld en Arsenal er í fimmta sætinu með 66 stig en á þó leik til góða á Chelsea sem er í fjórða sætinu.

„Við erum með þetta í okkar höndum. Í byrjun tímabilsins og eftir veturinn vorum við í vandræðum á töflunni,“ sagði Emery á blaðamannafundi í dag fyrir leikinn annað kvöld.

„Við munum ekki breyta okkar stefnu. Við erum í góðri stöðu að ná okkar fyrsta markmiði. Lykilatriðin eru núna og leikurinn á morgun er stór leikur fyrir okkur.“

„Þetta er gott tækifæri til þess að sýna og gera allt hvað við getum en samt sem áður með gáfum. Við þurfum að spila með hjartanu en samt sem áður vera klárir í höfðinu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.