Enski boltinn

Frá út leiktíðina vegna meiðsla á hásin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Odoi fer af velli í gær.
Odoi fer af velli í gær. vísir/getty
Callum Hudson-Odoi, vængmaður Chelsea, hefur staðfest það að hann mun ekki leika meira með liðinu á leiktíðinni.

Hudson-Odoi fór meiddur af velli í 2-2 jafnteflinu gegn Burnley í gærkvöldi og meiddist hann á hásin. Hann reyndi að halda áfram en var á endanum studdur af velli.

„Svekktur að leiktíðin er á enda eftir að hásinin slitnaði. Mun leggja hart að mér og koma enn sterkari til baka á næstu leiktíð,“ skrifaði kappinn á Twitter-síðu sína.







Heimildir Sky Sports herma að Hudson-Odoi hafi undirgengist aðgerð í kvöld eftir að hafa hitt sérfræðing í hásina-vandamálum fyrr í dag.

Hudson-Odoi er ekki eini leikmaður Chelsea sem fór meiddur af velli í gær en N'Golo Kante fór einnig útaf. Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Chelsea, sagði að Kante yrði ekkert frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×