Enski boltinn

Frá út leiktíðina vegna meiðsla á hásin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Odoi fer af velli í gær.
Odoi fer af velli í gær. vísir/getty

Callum Hudson-Odoi, vængmaður Chelsea, hefur staðfest það að hann mun ekki leika meira með liðinu á leiktíðinni.

Hudson-Odoi fór meiddur af velli í 2-2 jafnteflinu gegn Burnley í gærkvöldi og meiddist hann á hásin. Hann reyndi að halda áfram en var á endanum studdur af velli.

„Svekktur að leiktíðin er á enda eftir að hásinin slitnaði. Mun leggja hart að mér og koma enn sterkari til baka á næstu leiktíð,“ skrifaði kappinn á Twitter-síðu sína.

Heimildir Sky Sports herma að Hudson-Odoi hafi undirgengist aðgerð í kvöld eftir að hafa hitt sérfræðing í hásina-vandamálum fyrr í dag.

Hudson-Odoi er ekki eini leikmaður Chelsea sem fór meiddur af velli í gær en N'Golo Kante fór einnig útaf. Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Chelsea, sagði að Kante yrði ekkert frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.