Enski boltinn

Emery kom Mustafi til varnar: „Algjör óþarfi að vera móðgandi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emery ræðir við Mustafi
Emery ræðir við Mustafi vísir/getty
Shkodran Mustafi hefur setið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína undan farið en knattspyrnustjóri hans, Unai Emery, hefur tekið upp hanskann fyrir varnarmanninn.

Mustafi gerði mistök sem leiddu til tveggja af þremur mörkum Crystal Palace í 3-2 sigri Palace á Arsenal um helgina.

„Ég veit að þetta er ekki auðvelt og stuðningsmenn munu gagnrýna þegar þeir eru á vellinum og þegar þeir horfa í sjónvarpinu. En persónulegar árásir, því er ég ekki sammála og vil ekki sjá,“ sagði Emery.

„Það er algjör óþarfi að vera móðgandi.“

„Ég kem Mustafi til varnar því ég hef trú á honum. Hann er mjög góður miðvörður. Hann á það til að renna sér í tæklingar þar sem hann reynir að búast við hlaupi andstæðingsins. Hann getur unnið eina, tvær, þrjár, fjórar, en svo missir hann af einni og þá er hann í sviðsljósinu.“

Arsenal getur komist upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með sigri á Úlfunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×