Arsenal fékk skell gegn Úlfunum og tapaði öðrum leiknum í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Lacazette hissa í kvöld.
Özil og Lacazette hissa í kvöld. vísir/getty

Arsenal hefur lítinn áhuga á því að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð en liðið tapaði í kvöld mikilvægum stigum í 3-1 tapi gegn Wolves á útivelli.

Wolves lék á alls oddi í fyrri hálfleiknum. Þeir komust yfir á 28. mínútu með marki Ruben Neves úr aukaspyrnu og níu mínútum síðar tvöfaldaði Matt Doherty forystuna eftir horn.

Það var svo annar Portúgali, Diego Jota, sem skoraði þriðja mark Wolves í fyrri hálfleik á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. 3-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Ótrúlegar tölur.

Arsenal náði ekki að skora fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá skoraði Sokratis eftir hornspyrnu. Nær komust þeir ekki og þægilegur Wolves-sigur eftir stórbrotinn fyrri hálfleik.

Arsenal er nú í fimmta sætinu með 66 stig, tveimur stigum meira en Manchester United sem er sæti neðar. Chelsea er í fjórða sætinu með 67 og Tottenham í því þriðja með 70.

Wolves er í sjöunda sætinu með 51 stig. Algjörlega magnað tímabil hjá nýliðunum sem hafa klárað hvert stórliðið á fætur öðru á leiktíðinni, sér í lagi á heimavelli.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.