Enski boltinn

„Erum ósáttir en við verðum að muna hvernig við vorum fyrir þremur mánuðum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery niðurlútur í kvöld.
Emery niðurlútur í kvöld. vísir/getty
„Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði erfitt því Wolves eru sterkir. Eru gott varnarlið og sóknarlega hafa þeir fljóta leikmenn,“ sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, eftir afhroð gegn Wolves í kvöld.

Arsenal var 3-0 undir í hálfleik á Molineux-leikvanginum í kvöld en náði sárabótarmarki tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-1 og mikilvæg stig í súginn hjá Arsenal.

„Skipulagið þeirra var mjög gott en við byrjuðum vel fyrstu 25 mínúturnar, stýrðum boltanum en fengum ekki mörg tækifæri til þess að skora. Við töluðum saman í hálfleiknum.“

„Við reyndum að sjá þetta sem nýjan leik og við breyttum frammistöðunni í síðari hálfleiknum og skoruðum mark. Við getum verið svekktir en enska úrvalsdeildin snýst um að halda jafnvægi í 38 leiki.“

Arsenal er nú í fimmta sætinu en þetta var annar tapleikur liðsins í röð. Sex mikilvæg stig í súginn hjá liðinu en Emery lítur á björtu hliðarnar.

„Í dag erum við ósáttir en við verðum að muna hvernig við vorum fyrir þremur mánuðum. Við erum bjartsýnir og getum komið okkur aftur í topp fjögur sætin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×