Enski boltinn

Dyche: Frelsi gæti orðið vopnið gegn City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sean Dyche hefur gert góða hluti í Burnley
Sean Dyche hefur gert góða hluti í Burnley vísir/getty

Sean Dyche segir lið Burnley hafa frelsið til þess að gera Manchester City erfitt fyrir í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. City er með titilinn í höndum sér en má ekki misstíga sig þar sem Liverpool er líklegt til þess að vinna alla sína þrjá leiki.

Burnley hefur verið að spila mjög vel síðustu vikur og náðu meðal annars í 2-2 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge á mánudagskvöld.

„Manchester City er topplið en þeir eru með það á herðum sér að þurfa að vinna titil,“ sagði Dyche á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Það er búist við öðru af okkur, að spila vel það sem eftir er og loka tímabilinu með stæl. Það getur verið vopn fyrir okkur.“

„Það er ekki hægt að segja að við getum slakað á, það er aldrei hægt að slaka á gegn City, en við erum með smá frelsi. Þessi leikur snýst um þá, ekki okkur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.