Íslenski boltinn

Rúmlega 800 daga bið eftir yfirmanni knattspyrnumála lýkur á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. mynd/ksí

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem kynnt verður ráðning á yfirmanni knattspyrnusviðs KSÍ.

Þetta var eitt af þeim málum sem Guðni ætlaði sér að hrinda í framkvæmd er hann bauð sig fram til formanns KSÍ. Hann boðaði svo komu þessa starfsmanns er hann tók við sem formaður þann 13. febrúar árið 2017.

Það hefur ekki verið þrautalaust að loka þessa máli en níu mánuðum eftir að Guðni tók við starfinu sagði hann að líklega yrði ráðið í stöðuna árið 2018. Af því varð ekki.

Þann 25. október á síðasta ári var staðan loksins auglýst og þá undir nafninu „Yfirmaður knattspyrnumála/Yfirmaður knattspyrnusviðs“. Umsóknarfrestur var til 15. nóvember.

Á morgun verður þessu máli loksins lokið með ráðningu á nýjum starfsmanni. Þá verða liðnir 807 dagar frá því Guðni tók við sem formaður KSÍ.

Verður áhugavert að sjá hver hreppir hnossið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.