Ekki öll nótt úti hjá Manchester United á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 09:00 Sigurmark Barcelona að verða að veruleika. Luis Suarez hefur skallað boltann í Luke Shaw og hann er á leiðinni í markið. Getty/ Robbie Jay Barratt Knattspyrnuspekingur hjá breska ríkisútvarpinu er ekkert allt of svartsýnn á möguleika Manchester United á móti Barcelona á sæti í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli í gærkvöldi. Dion Dublin, fyrrum framherji Manchester United, fór yfir stöðuna hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, eftir 1-0 tapið á móti Barcelona. „Það jákvæðasta sem Manchester United getur tekið út úr tapinu á móti Barcelona á miðvikudagskvöldið en að liðið tapaði leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Dion Dublin í útvarpspistli sínum fyrir Radio 5 live á BBC."We did not see enough of the creative side of Pogba's game. He will have to do much better next week." Dion Dublin has spoken!https://t.co/T9cKO0UvLq#mufc#Barcapic.twitter.com/Asrkc6FO9c — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„United liðið gerði ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum fyrsta leik liðanna en úrslitin þýða að Manchester United á enn möguleika í þessu einvígi,“ sagði Dublin. „Auðvitað verður gríðarlega erfitt að vinna Barcelona í þeirra eigin bakgarði en ég trúi því að Ole Gunnar Solskjaer hafi hins vegar vopnin til þess,“ sagði Dublin. Manchester United gerði vissulega betur í fyrri leiknum á móti Barcelona en í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain sem tapaðist 2-0. United tryggði sig áfram með því að vinna seinni leikinn 3-1 í París. „Ef þeir mæta með jákvætt hugarfar þá geta þeir sett Barcelona liðið undir pressu. Við sáum það við og við í þessum fyrsta leik. United þarf bara eitt mark til að jafna einvígið og ég tel að þeir þurfi meira segja ekki að skora snemma í leiknum,“ sagði Dublin.Ole Gunnar Solskjaer still believes... #mufcpic.twitter.com/x8IVKoPaj3 — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„Svo lengi sem staðan helst 1-0 samanlagt þá verður United inn í einvíginu og halda alltaf voninni. Alveg eins og þeir gerðu í þessum seinni leik í síðustu umferð á móti Paris Saint Germain. Við sáum síðan hvað gerðist þar,“ saðgi Dublin. „United var allt of aðgerðalaust í byrjun leiksins á móti Barcelona. Þeirra upplegg var greinilega að leyfa Barcelona að vera með boltann og síðan að reyna að ná skyndisóknum. Ég býst aldrei við slíkri taktík á Old Trafford. Ég vil sjá United sýna að þetta sér þeirra heimavöllur og þar leyfi þeir engu liði að yfirspila sitt lið,“ sagði Dublin. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið hans Solskjær reyndi að gera eitthvað. Þá litu þeir vel út og tempóið var gott. Góðu kaflar United voru kannski bara í 20 til 25 mínútur af þessum 90 mínútum en þá var liði að pressa Barcelona hátt og koma mönnum inn í teig Barcelona,“ sagði Dublin. „Barcelona gerði einföldu hlutina mjög vel og sköpuðu fleiri færi. Liðið hans Ernesto Valverde átti sigurinn skilinn og þeir eru líklegri til að komast áfram í undanúrslitin,“ sagði Dublin en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Knattspyrnuspekingur hjá breska ríkisútvarpinu er ekkert allt of svartsýnn á möguleika Manchester United á móti Barcelona á sæti í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli í gærkvöldi. Dion Dublin, fyrrum framherji Manchester United, fór yfir stöðuna hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, eftir 1-0 tapið á móti Barcelona. „Það jákvæðasta sem Manchester United getur tekið út úr tapinu á móti Barcelona á miðvikudagskvöldið en að liðið tapaði leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Dion Dublin í útvarpspistli sínum fyrir Radio 5 live á BBC."We did not see enough of the creative side of Pogba's game. He will have to do much better next week." Dion Dublin has spoken!https://t.co/T9cKO0UvLq#mufc#Barcapic.twitter.com/Asrkc6FO9c — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„United liðið gerði ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum fyrsta leik liðanna en úrslitin þýða að Manchester United á enn möguleika í þessu einvígi,“ sagði Dublin. „Auðvitað verður gríðarlega erfitt að vinna Barcelona í þeirra eigin bakgarði en ég trúi því að Ole Gunnar Solskjaer hafi hins vegar vopnin til þess,“ sagði Dublin. Manchester United gerði vissulega betur í fyrri leiknum á móti Barcelona en í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain sem tapaðist 2-0. United tryggði sig áfram með því að vinna seinni leikinn 3-1 í París. „Ef þeir mæta með jákvætt hugarfar þá geta þeir sett Barcelona liðið undir pressu. Við sáum það við og við í þessum fyrsta leik. United þarf bara eitt mark til að jafna einvígið og ég tel að þeir þurfi meira segja ekki að skora snemma í leiknum,“ sagði Dublin.Ole Gunnar Solskjaer still believes... #mufcpic.twitter.com/x8IVKoPaj3 — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„Svo lengi sem staðan helst 1-0 samanlagt þá verður United inn í einvíginu og halda alltaf voninni. Alveg eins og þeir gerðu í þessum seinni leik í síðustu umferð á móti Paris Saint Germain. Við sáum síðan hvað gerðist þar,“ saðgi Dublin. „United var allt of aðgerðalaust í byrjun leiksins á móti Barcelona. Þeirra upplegg var greinilega að leyfa Barcelona að vera með boltann og síðan að reyna að ná skyndisóknum. Ég býst aldrei við slíkri taktík á Old Trafford. Ég vil sjá United sýna að þetta sér þeirra heimavöllur og þar leyfi þeir engu liði að yfirspila sitt lið,“ sagði Dublin. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið hans Solskjær reyndi að gera eitthvað. Þá litu þeir vel út og tempóið var gott. Góðu kaflar United voru kannski bara í 20 til 25 mínútur af þessum 90 mínútum en þá var liði að pressa Barcelona hátt og koma mönnum inn í teig Barcelona,“ sagði Dublin. „Barcelona gerði einföldu hlutina mjög vel og sköpuðu fleiri færi. Liðið hans Ernesto Valverde átti sigurinn skilinn og þeir eru líklegri til að komast áfram í undanúrslitin,“ sagði Dublin en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira