Erlent

Julian Assange handtekinn

Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Julian Assange er stofnandi Wikileaks.
Julian Assange er stofnandi Wikileaks. vísir/getty

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum. Mun Assange verða leiddur fyrir dómara eins fljótt og auðið er að því er segir í frétt BBC.



Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Bretlandi segir að henni hafi verið boðið inn í sendiráðið eftir að Assange missti hæli sitt hjá ekvadorískum yfirvöldum.



Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.



Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Assange hefur sjálfur sagt að hann óttist að verða framseldur til Bandaríkjanna.



WikiLeaks greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Ekvador hygðist vísa Assange úr sendiráði sínu í London. Sagði WikiLeaks að INA-hneykslið svokallaða yfðri notað sem yfirskyn en það snýr að ásökunum á hendur Lenín Moreno, forseta Ekvador, vegna spillingar og að hann hafi hagnast á aflandsreikningum í Panama.

 



Í eftirfarandi myndbandi má sjá sjö menn bera Assange út úr sendiráðinu í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×