Segja ekki standa til að vísa Assange úr sendiráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 10:22 Lögregluþjónar fyrir utan sendiráð Ekvador í London í morgun. AP/Alastair Grant Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa Julian Assange úr sendiráði Ekvador í London. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni í Ekvador. Því var haldið fram í tísti frá Wikileaks í gær að til stæði að vísa Assange úr sendiráðinu á næstu klukkustundum eða dögum. Í tístinu stóð enn fremur að Ekvador hefðu þegar gert samkomulag við Breta um að Assange yrði handtekinn þegar hann færi úr sendiráðinu. Í öðru tísti stóð að Wikileaks hefðu fengið staðfest fregnirnar. Sjá einnig: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Lenín Moreno, forseti Ekvador, hélt því fram í vikunni að ásakanir um spillingu og eignir í aflandsfélögum gegn honum væru komnar til vegna Wikileaks. Hann sakaði samtökin um að hafa hlerað símtöl hans og önnur samskipti, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir ásökunum sínum. Ummælin þykja þó til marks um þá spennu sem talin er ríkja á milli Assange og yfirvalda Ekvador. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31 Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa Julian Assange úr sendiráði Ekvador í London. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni í Ekvador. Því var haldið fram í tísti frá Wikileaks í gær að til stæði að vísa Assange úr sendiráðinu á næstu klukkustundum eða dögum. Í tístinu stóð enn fremur að Ekvador hefðu þegar gert samkomulag við Breta um að Assange yrði handtekinn þegar hann færi úr sendiráðinu. Í öðru tísti stóð að Wikileaks hefðu fengið staðfest fregnirnar. Sjá einnig: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Lenín Moreno, forseti Ekvador, hélt því fram í vikunni að ásakanir um spillingu og eignir í aflandsfélögum gegn honum væru komnar til vegna Wikileaks. Hann sakaði samtökin um að hafa hlerað símtöl hans og önnur samskipti, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir ásökunum sínum. Ummælin þykja þó til marks um þá spennu sem talin er ríkja á milli Assange og yfirvalda Ekvador.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31 Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31
Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23
Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52