Erlent

Wiki­leaks: Ass­an­ge vísað út úr sendi­ráði Ekvador innan skamms

Atli Ísleifsson skrifar
Julian Assange á svöldum sendiráðs Ekvador í London árið 2017.
Julian Assange á svöldum sendiráðs Ekvador í London árið 2017. Getty

Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, verður vísað úr sendiráði Ekvador í London innan skamms. Frá þessu greinir WikiLeaks á Twitter-síðu sinni í kvöld þar sem vísað er í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins.



WikiLeaks segir að Assange verði vísað út á næstu klukkustundum eða dögum. Verður INA-hneykslismálið svokallaða notað sem yfirskyn en það  snýr að ásökunum á hendur Lenín Moreno, forseta Ekvador, vegna spillingar og að hann hafi hagnast á aflandsreikningum í Panama.



Þá segir WikiLeaks einnig að ekvadorsk og bresk yfirvöld hafi nú þegar náð samkomulagi um að Assange verði handtekinn.

Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðinu í London frá árinu 2012. Assange leitaði hælis þangað til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Assange hefur jafnframt sagst óttast það að verða framseldur til Bandaríkjanna.



Talsvert hefur verið fjallað um vist Assange í sendiráðinu og greindi Moreno nýverið frá því að Assange hafi þverbrotið margar þær reglur sem honum hafi verið settar fyrir því að fá að dvelja í sendiráðinu.


Tengdar fréttir

Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki

Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×