Enski boltinn

Fyrirliði Man. United fékk 1 af 10 í einkunn á móti Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Young í leiknum í gær.
Ashley Young í leiknum í gær. Getty/Simon Stacpoole

Ashley Young var með fyrirliðabandið hjá Manchester United á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi en sorgleg frammistaða hans hefur kallað á mikla gagnrýni hjá bæði fjölmiðlamönnum og stuðningsmönnum United.

Tölfræði Ashley Young úr leiknum er líka mjög sláandi. Þar stingur mest í augun að allar ellefu fyrirgjafir hans mistókust og hann tapaði boltanum alls 30 sinnum til Barcelona í leiknum.

Manchester Evening News var ekkert að fela neitt í frammistöðumati sínu eftir leikinn og gaf Ashley Young 1 af 10 í einkunn.„Hann hefur ekki verið að spila vel í þó nokkurn tíma og hún hefur aldrei verið verri en á móti Barcelona. Gat ekki losað sig við boltann nógu fljótt,“ segir meðal annars í umfjöllun Manchester Evening News um hinn 33 ára gamla Young.

73 prósent sendinga Ashley Young í leiknum heppnuðust, hann vann boltann 9 sinnum af leikmönnum Barcelona og hafði betur í 60 prósent tæklinganna.Hinn 22 ára gamli og reynslulitli Scott McTominay fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína inn á miðjunni en hægri bakvörðurinn var út á túni.

Kannski var hluti af vandamálinu hjá Manchester United í leik á móti eins sterku liði og Barcelona að þurfa að vera með 33 ára Ashley Young í byrjunarliðinu.

Miðað við þessa frammistöðu eru ekki miklar líkur á því að hann fá margar mínútur í seinni leiknum á Nývangi og þá ætti að vera nokkuð öruggt að hann byrji heldur ekki leik Manchester United um helgina.

Ashley Young í leiknum í gærkvöldi. Getty/y Tom Purslow


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.