Íslenski boltinn

Spilaði gegn Messi síðasta sumar en þjálfar í 3. deildinni á Íslandi í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals.
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals. vísir/bára

Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið ráðinn annar þjálfari KH, Knattspyrnufélags Hlíðarenda, fyrir tímabil sumarsins.

KH tilkynnti þetta í kvöld en nýtt þjálfarateymi var tilkynnt eftir að Arnar Steinn Einarsson þurfti frá að hverfa vegna anna á öðrum vígsstöðvum.

Enginn annar en Birkir Már Sævarsson mun taka við liðinu ásamt Hallgrími Dan en þeir munu þjálfa liðið í sameiningu.

Það verður því nóg að gera hjá Birki í sumar en hann mun spila með Val, þjálfa hjá KH og einnig spila með íslenska landsliðinu mikilvæga undankeppnisleiki í júní.

KH leikur í 3. deildinni, fjórðu efstu deild á Íslandi, en þeir duttu út úr Mjólkurbikarnum um liðna helgi er þeir töpuðu 1-0 fyrir KFR.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.