Erlent

Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump

Andri Eysteinsson skrifar
William Barr og Rod Rosenstein
William Barr og Rod Rosenstein Getty/Win McNamee
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016.

Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann.

Þakkaði Trump, sem neitaði viðtali, fyrir samstarfsviljann

Dómsmálaráðherrann kvað niðurstöður skýrslunnar vera þær að engin sönnunargögn um samráð Trump og Rússa hafi fundist við nákvæma tveggja ára rannsóknarvinnu. Hins vegar hafi verið fundin til tíu atvik þar sem mögulega var hægt að kenna gjörðir Trump við það að hindra framgang réttvísinnar.

Barr sagði hins vegar að forsetinn yrði ekki ákærður vegna þessa. Hvorki dómsmálaráðherran né Mueller voru sannfærðir um að atvikin væru til þess fallin að ákæra ætti forsetann vegna þeirra. Barr sagðist hins vegar hafa verið ósammála Mueller í einhverjum atriðum.

Barr sagði einnig að Hvíta Húsið og Trump hafi verið samvinnuþýð við rannsókn málsins.

Stjórnmálamenn og blaðamenn ytra hafa hinsvegar bent á að forsetinn, Donald Trump, hafi neitað að veita Robert Mueller viðtal við rannsókn málsins. Jim Acosta hjá CNN er einn þeirra blaðamanna.

Reiði til votts um sakleysi

Ráðherrann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir ummæli um atriði sem Barr sagði hafa eflt trú hans á sakleysi Trump.

„Það eru sannanir fyrir því að forsetinn hafi verið pirraður og reiður vegna þeirrar skoðunar hans að rannsóknin grafi undan forsetaembættinu, rannsóknin væri knúin áfram af andstæðingum hans og ólöglegum leka gagna,“ sagði Barr.Fréttamaðurinn Jim Acosta, sem einmitt var bannaður frá Hvíta Húsinu af Trump, er einn þeirra sem gagnrýndu ummæli Barr.

Max Boot hjá Washington Post var annar gagnrýnanda og minnti á mál Richard Nixon og velti fyrir sér hversu pirraður hann hefði verið á Watergate-rannsókninni áður en að hann var ákærður.

Barr gagnrýndur af fjölda þingmanna

Þá hafa vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins verið gagnrýnd en Barr leyfði lögfræðiteymi forsetans að sjá skýrsluna áður en hún var kynnt öðrum. Barr hefur einnig verið sakaður um að hafa talað eins og verjandi Trump en ekki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Forsetaframbjóðandi Demókrata, Kamala Harris, sagði tölu Barr í dag hafa verið fulla af útúrsnúningi og áróðri

Barr var einnig gagnrýndur af frambjóðandanum Elizabeth Warren.Warren sagði dómsmálaráðherrann bara þjóna einum manni, Bandaríkjaforseta, þegar hann ætti í raun að þjóna þjóðinni allri.

Háttsettir Demókratar hafa óskað eftir því að Mueller sitji fyrir svörum hjá þingnefnd vegna skýrslunnar. Barr var spurður álits á því á blaðamannafundinum og kvaðst hann ekki vera andsnúinn þeirri hugmynd.


Tengdar fréttir

Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð

Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag.

"Ekkert samráð“

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu.

Mueller-skýrslan kynnt í dag

Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.