Erlent

Vanir fjall­göngu­menn sagðir hafa farist í kanadísku Kletta­fjöllunum

Atli Ísleifsson skrifar
Jess Roskelley varð árið 2003 yngstur Bandaríkjamanna til að klífa Everest. Hann var þá tvítugur að aldri og var í föðr með föður sínum.
Jess Roskelley varð árið 2003 yngstur Bandaríkjamanna til að klífa Everest. Hann var þá tvítugur að aldri og var í föðr með föður sínum.

Þrír vanir fjallgöngumenn eru taldir hafa farist í snjóflóði í kanadísku Klettafjöllunum.

Talsmaður kanadískra yfirvalda segir mennina hafa ætlað sér að klífa Howse Peak, norðvestur af Calgary í Alberta-fylki. Eftir að ekkert hafði spurst til þeirra í ákveðinn tíma var flogið yfir svæðið og sáust þá merki um fjallgöngubúnað í nýlega föllnu snjóflóði.

Björgunaraðgerðum hefur verið frestað vegna erfiðra veðurskilyrða og hættu á frekari snjóflóðum.

Kandískir fjölmiðlar hafa nafngreint mennina – David Lama, 28 ára, og Hansjörg Auer, 35 ára, frá Austurríki og Jess Roskelley, 36 ára frá Bandaríkjunum. Roskelley varð árið 2003 yngsti Bandaríkjamaðurinn til að klífa Everest, þá tuttugu ára að aldri.

Howse Peak er 3.295 metra hátt fjall.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.