Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, gæti verið í vondum málum eftir að það birtust myndbönd af honum að slást í annarlegu ástandi.
Á myndböndunum sést klárlega hvar Pickford tekur þátt í slagsmálum fyrir utan bar í Sunderland á sunnudag. Hann hafði verið að fylgjast með sínum gömlu félögum í Sunderland að spila á Wembley fyrr um daginn. Pickford og félagar höfðu því verið að skála ansi lengi þennan dag.
Pickford var horfinn á braut þegar lögreglan mætti á svæðið en vinir hans voru fljótir að draga hann úr slagsmálunum.
Hér má sjá myndbönd af Pickford í látunum.
Hinn 25 ára gamli Pickford varð dýrasti markvörður í sögu Bretlandseyja er Everton greiddi Sunderland 25 milljónir punda fyrir hann sumarið 2017.
Hann var aðalmarkvörður Englands á HM síðasta sumar og stóð sig frábærlega.
Landsliðsmarkvörður Englands blindfullur í slagsmálum fyrir utan bar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn

