Mesut Özil loksins farinn að hlýða stjóranum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 11:30 Mesut Özil fer hér með stutta bæn fyrir leikinn í gærkvöldi. Getty/Stuart MacFarlane Arsenal vann flottan sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og knattspyrnustjórinn Unai Emery virðist loksins vera búinn að ná til Þjóðverjans Mesut Özil. Mesut Özil átti mjög góðan leik í 2-0 sigrinum á Emirates í gær og stjórinn hefur tekið hann í sátt eftir að hafa sett þann þýska hvað eftir annað út í kuldann á þessu tímabili. „Ég er ánægður með alla leikmenn okkar og Mesut hjálpar okkur með sínum gæðum og sinni vinnusemi,“ sagði Unai Emery eftir leikinn.Man of the match Unai Emery says Mesut Ozil is "playing like we want" for Arsenal.https://t.co/JIIBxtz8vIpic.twitter.com/jj801jmMuT — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019Já þið lásuð rétt. Mesut Özil var að fá hrós frá knattspyrnustjóranum sínum fyrir vinnusemi. Það eru breyttir tímar hjá Arsenal liðinu og Özil er loksins farinn að hlýða stjóranum sínum. Fyrir sigurinn á Newcastle í gær hafði Mesut Özil, launahæsti leikmaður Arsenal, aðeins byrjað inn á í þremur leikjum frá öðrum degi jóla. Enskir fjölmiðlamenn hafa sett mikla pressu á Unai Emery til að fá skýringar á þessu en Emery sagði að Mesut Özil yrði að vera stöðugur á æfingum og í leikjum án þess að vera meiddur eða veikur. Özil hefur sem dæmi misst af óvenju mörgum leikjum vegna veikinda.Man of the match @MesutOzil1088 5️ crosses - most in match 2️ chances created - joint-most 8️3 touches 6️3 successful passes 1️2 ball recoveries 1️0 km distance covered 1st consecutive PL starts in 2019 pic.twitter.com/J0nkyoWfbc — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 1, 2019Mesut Özil fékk tækifærið í gær og var að mörgum talinn besti maður vallarins. „Mesut er núna spila eins og við viljum að hann geri, bæði innan leikkerfisins og hvað varðar taktíkina. Hann er duglegur og ofan á það er hann líka að gefa okkur gæði,“ sagði Unai Emery. Með sigrinum komst Arsenal upp fyrir bæði Tottenham og Manchester United og alla leið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Thanks for voting me #MOTM#M1Ö#YaGunnersYa@premierleaguepic.twitter.com/jtcXqh1Vfr — Mesut Özil (@MesutOzil1088) April 1, 2019 Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Arsenal vann flottan sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og knattspyrnustjórinn Unai Emery virðist loksins vera búinn að ná til Þjóðverjans Mesut Özil. Mesut Özil átti mjög góðan leik í 2-0 sigrinum á Emirates í gær og stjórinn hefur tekið hann í sátt eftir að hafa sett þann þýska hvað eftir annað út í kuldann á þessu tímabili. „Ég er ánægður með alla leikmenn okkar og Mesut hjálpar okkur með sínum gæðum og sinni vinnusemi,“ sagði Unai Emery eftir leikinn.Man of the match Unai Emery says Mesut Ozil is "playing like we want" for Arsenal.https://t.co/JIIBxtz8vIpic.twitter.com/jj801jmMuT — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019Já þið lásuð rétt. Mesut Özil var að fá hrós frá knattspyrnustjóranum sínum fyrir vinnusemi. Það eru breyttir tímar hjá Arsenal liðinu og Özil er loksins farinn að hlýða stjóranum sínum. Fyrir sigurinn á Newcastle í gær hafði Mesut Özil, launahæsti leikmaður Arsenal, aðeins byrjað inn á í þremur leikjum frá öðrum degi jóla. Enskir fjölmiðlamenn hafa sett mikla pressu á Unai Emery til að fá skýringar á þessu en Emery sagði að Mesut Özil yrði að vera stöðugur á æfingum og í leikjum án þess að vera meiddur eða veikur. Özil hefur sem dæmi misst af óvenju mörgum leikjum vegna veikinda.Man of the match @MesutOzil1088 5️ crosses - most in match 2️ chances created - joint-most 8️3 touches 6️3 successful passes 1️2 ball recoveries 1️0 km distance covered 1st consecutive PL starts in 2019 pic.twitter.com/J0nkyoWfbc — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 1, 2019Mesut Özil fékk tækifærið í gær og var að mörgum talinn besti maður vallarins. „Mesut er núna spila eins og við viljum að hann geri, bæði innan leikkerfisins og hvað varðar taktíkina. Hann er duglegur og ofan á það er hann líka að gefa okkur gæði,“ sagði Unai Emery. Með sigrinum komst Arsenal upp fyrir bæði Tottenham og Manchester United og alla leið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Thanks for voting me #MOTM#M1Ö#YaGunnersYa@premierleaguepic.twitter.com/jtcXqh1Vfr — Mesut Özil (@MesutOzil1088) April 1, 2019
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira