Mesut Özil loksins farinn að hlýða stjóranum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 11:30 Mesut Özil fer hér með stutta bæn fyrir leikinn í gærkvöldi. Getty/Stuart MacFarlane Arsenal vann flottan sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og knattspyrnustjórinn Unai Emery virðist loksins vera búinn að ná til Þjóðverjans Mesut Özil. Mesut Özil átti mjög góðan leik í 2-0 sigrinum á Emirates í gær og stjórinn hefur tekið hann í sátt eftir að hafa sett þann þýska hvað eftir annað út í kuldann á þessu tímabili. „Ég er ánægður með alla leikmenn okkar og Mesut hjálpar okkur með sínum gæðum og sinni vinnusemi,“ sagði Unai Emery eftir leikinn.Man of the match Unai Emery says Mesut Ozil is "playing like we want" for Arsenal.https://t.co/JIIBxtz8vIpic.twitter.com/jj801jmMuT — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019Já þið lásuð rétt. Mesut Özil var að fá hrós frá knattspyrnustjóranum sínum fyrir vinnusemi. Það eru breyttir tímar hjá Arsenal liðinu og Özil er loksins farinn að hlýða stjóranum sínum. Fyrir sigurinn á Newcastle í gær hafði Mesut Özil, launahæsti leikmaður Arsenal, aðeins byrjað inn á í þremur leikjum frá öðrum degi jóla. Enskir fjölmiðlamenn hafa sett mikla pressu á Unai Emery til að fá skýringar á þessu en Emery sagði að Mesut Özil yrði að vera stöðugur á æfingum og í leikjum án þess að vera meiddur eða veikur. Özil hefur sem dæmi misst af óvenju mörgum leikjum vegna veikinda.Man of the match @MesutOzil1088 5️ crosses - most in match 2️ chances created - joint-most 8️3 touches 6️3 successful passes 1️2 ball recoveries 1️0 km distance covered 1st consecutive PL starts in 2019 pic.twitter.com/J0nkyoWfbc — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 1, 2019Mesut Özil fékk tækifærið í gær og var að mörgum talinn besti maður vallarins. „Mesut er núna spila eins og við viljum að hann geri, bæði innan leikkerfisins og hvað varðar taktíkina. Hann er duglegur og ofan á það er hann líka að gefa okkur gæði,“ sagði Unai Emery. Með sigrinum komst Arsenal upp fyrir bæði Tottenham og Manchester United og alla leið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Thanks for voting me #MOTM#M1Ö#YaGunnersYa@premierleaguepic.twitter.com/jtcXqh1Vfr — Mesut Özil (@MesutOzil1088) April 1, 2019 Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Arsenal vann flottan sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og knattspyrnustjórinn Unai Emery virðist loksins vera búinn að ná til Þjóðverjans Mesut Özil. Mesut Özil átti mjög góðan leik í 2-0 sigrinum á Emirates í gær og stjórinn hefur tekið hann í sátt eftir að hafa sett þann þýska hvað eftir annað út í kuldann á þessu tímabili. „Ég er ánægður með alla leikmenn okkar og Mesut hjálpar okkur með sínum gæðum og sinni vinnusemi,“ sagði Unai Emery eftir leikinn.Man of the match Unai Emery says Mesut Ozil is "playing like we want" for Arsenal.https://t.co/JIIBxtz8vIpic.twitter.com/jj801jmMuT — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019Já þið lásuð rétt. Mesut Özil var að fá hrós frá knattspyrnustjóranum sínum fyrir vinnusemi. Það eru breyttir tímar hjá Arsenal liðinu og Özil er loksins farinn að hlýða stjóranum sínum. Fyrir sigurinn á Newcastle í gær hafði Mesut Özil, launahæsti leikmaður Arsenal, aðeins byrjað inn á í þremur leikjum frá öðrum degi jóla. Enskir fjölmiðlamenn hafa sett mikla pressu á Unai Emery til að fá skýringar á þessu en Emery sagði að Mesut Özil yrði að vera stöðugur á æfingum og í leikjum án þess að vera meiddur eða veikur. Özil hefur sem dæmi misst af óvenju mörgum leikjum vegna veikinda.Man of the match @MesutOzil1088 5️ crosses - most in match 2️ chances created - joint-most 8️3 touches 6️3 successful passes 1️2 ball recoveries 1️0 km distance covered 1st consecutive PL starts in 2019 pic.twitter.com/J0nkyoWfbc — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 1, 2019Mesut Özil fékk tækifærið í gær og var að mörgum talinn besti maður vallarins. „Mesut er núna spila eins og við viljum að hann geri, bæði innan leikkerfisins og hvað varðar taktíkina. Hann er duglegur og ofan á það er hann líka að gefa okkur gæði,“ sagði Unai Emery. Með sigrinum komst Arsenal upp fyrir bæði Tottenham og Manchester United og alla leið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Thanks for voting me #MOTM#M1Ö#YaGunnersYa@premierleaguepic.twitter.com/jtcXqh1Vfr — Mesut Özil (@MesutOzil1088) April 1, 2019
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira