Carragher setti á sig sýndargleraugu og fór í spor aðstoðardómarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 12:00 Jamie Carragher að störfum að skoða mark Cesar Azpilicueta. Samsett/Getty og skjámynd frá Sky Sport Það var erfiðara en margur heldur að dæma rangstöðu á Chelsea þegar Cesar Azpilicueta jafnaði á móti Cardiff þrátt fyrir að Cesar hafi verið kolrangstæður. Þessu komst Jamie Carragher að í sjónvarpssal Sky Sports. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City fengu á sig kolólögleg jöfnunarmark í leiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina og enduðu síðan leikinn á því að fá á sig sigurmark í uppbótartíma. Jöfnunarmark Cesar Azpilicueta var greinileg rangstaða og átti aldrei að standa. Það kom Chelsea inn í leikinn og Cardiff menn gengu að endanum stigalausir af velli. Grátleg niðurstaða fyrir lið sem þurfti svo mikið á þessum stigum að halda í fallbaráttunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, var alveg brjálaður eftir leikinn, starði á dómarana í heillangan tíma út á velli og talaði síðan um það eftir leikinn að verstu knattspyrnudómararnir væru á Englandi. Þetta voru mistök hjá aðstoðardómaranum. Það er alveg klárt. Jamie Carragher ákvað að reyna að setja sig í hans spor í uppgjörsþætti Sky Sports og notaði til þess sýndargleraugu. Úr varð hið besta sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.An understandable decision?@Carra23 takes a look at Cesar Azpilicueta's controversial winner for Chelsea against Cardiff from the linesman's point of view #MNFpic.twitter.com/Se2EDAFsd9 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2019Jamie Carragher talaði máli aðstoðardómarans. „Ég hef mikla samúð með dómurunum og er tilbúinn að ganga svo langt að segja að það hafi verið nánast ómögulegt fyrir aðstoðardómaranna að dæma rangstöðu þarna,“ sagði Jamie Carragher. Hann hafði þá fengið að að sjá atvikið umdeilda með „augum“ aðstoðardómarans. Aðalástæðan fyrir því að Jamie Carragher varði þessa ákvörðun er að hann sá ekkert fyrir Chelsea manninum Willian sem skyggði á útsýndi aðstoðardómarans. Neil Warnock verður örugglega ekki ánægður með Jamie Carragher eftir þessa tilraun hans en þetta setur samt svona dóm í samhengi. Það er ýmislegt sem getur komið í veg fyrir að dómararnir sjái það sem gerist. Að þessu sinni var það Chelsea-maðurinn William og kannski kom myndarleg hárgreiðsla Brasilíumannsins líka sér vel fyrir Chelsea liðið."I think it's almost impossible for them to give offside" Watch @Carra23 see Cesar Azpilicueta's controversial goal from the linesman's point of view #MNF — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2019 Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Fleiri fréttir Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Sjá meira
Það var erfiðara en margur heldur að dæma rangstöðu á Chelsea þegar Cesar Azpilicueta jafnaði á móti Cardiff þrátt fyrir að Cesar hafi verið kolrangstæður. Þessu komst Jamie Carragher að í sjónvarpssal Sky Sports. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City fengu á sig kolólögleg jöfnunarmark í leiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina og enduðu síðan leikinn á því að fá á sig sigurmark í uppbótartíma. Jöfnunarmark Cesar Azpilicueta var greinileg rangstaða og átti aldrei að standa. Það kom Chelsea inn í leikinn og Cardiff menn gengu að endanum stigalausir af velli. Grátleg niðurstaða fyrir lið sem þurfti svo mikið á þessum stigum að halda í fallbaráttunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, var alveg brjálaður eftir leikinn, starði á dómarana í heillangan tíma út á velli og talaði síðan um það eftir leikinn að verstu knattspyrnudómararnir væru á Englandi. Þetta voru mistök hjá aðstoðardómaranum. Það er alveg klárt. Jamie Carragher ákvað að reyna að setja sig í hans spor í uppgjörsþætti Sky Sports og notaði til þess sýndargleraugu. Úr varð hið besta sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.An understandable decision?@Carra23 takes a look at Cesar Azpilicueta's controversial winner for Chelsea against Cardiff from the linesman's point of view #MNFpic.twitter.com/Se2EDAFsd9 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2019Jamie Carragher talaði máli aðstoðardómarans. „Ég hef mikla samúð með dómurunum og er tilbúinn að ganga svo langt að segja að það hafi verið nánast ómögulegt fyrir aðstoðardómaranna að dæma rangstöðu þarna,“ sagði Jamie Carragher. Hann hafði þá fengið að að sjá atvikið umdeilda með „augum“ aðstoðardómarans. Aðalástæðan fyrir því að Jamie Carragher varði þessa ákvörðun er að hann sá ekkert fyrir Chelsea manninum Willian sem skyggði á útsýndi aðstoðardómarans. Neil Warnock verður örugglega ekki ánægður með Jamie Carragher eftir þessa tilraun hans en þetta setur samt svona dóm í samhengi. Það er ýmislegt sem getur komið í veg fyrir að dómararnir sjái það sem gerist. Að þessu sinni var það Chelsea-maðurinn William og kannski kom myndarleg hárgreiðsla Brasilíumannsins líka sér vel fyrir Chelsea liðið."I think it's almost impossible for them to give offside" Watch @Carra23 see Cesar Azpilicueta's controversial goal from the linesman's point of view #MNF — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2019
Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Fleiri fréttir Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Sjá meira