Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 08:21 Barr hefur aðeins skrifað þinginu fjögurra blaðsíðna bréf þar sem hann lýsir því sem hann segir meginniðurstöður Mueller. Vísir/EPA Nokkrir saksóknarar úr teymi Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, eru sagðir ósáttir við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, dró niðurstöður þeirra saman í síðasta mánuði. Þeir eru sagðir telja skýrsluna skaðlegri Trump forseta en Barr lét í veðri vaka. Barr lýsti því sem hann sagði meginniðurstöður tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá í bréfi til Bandaríkjaþings 24. mars. Þar sagði Barr að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboðið hafi lagt á ráðin með Rússum en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Nú segir New York Times að einhverjir rannsakenda Mueller hafi sagt kollegum sínum að Barr hafi ekki gefið greinargóða lýsingu á niðurstöðum þeirra. Þær séu forsetanum óþægilegri en Barr gaf í skyn. Barr vinnur nú að því að hreinsa upplýsingar sem hann telur að eigi að vera leynilegar úr skýrslunni áður en hún verður afhent þinginu síðar í þessum mánuði.Verulegar vísbendingar um að forsetinn hafi skipt sér af rannsókninni Blaðið segir heimildarmenn sína ekki vilja lýsa hvers vegna rannsakendurnir telja niðurstöður skýrslunnar skaðlegri forsetanum en komið hefur fram til þessa. Washington Post segir hins vegar að starfsmenn úr liði Mueller hafi kvartað við nána félaga sína um að sönnunargögnin sem þeir fundum um að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar hafi verið veruleg og ískyggileg. Einhverjum rannsakendanna þykir einnig skjóta skökku við að Barr hafi ekki birt samantekt á efni skýrslunnar sem þeir undirbjuggu sérstaklega. Samantektir voru gerðar fyrir mismunandi kafla skýrslunnar með það fyrir augum að þær væru gerðar opinberar. Þeir hafi búist við því að þær samantektir yrðu birtar, ekki aðeins samantekt dómsmálaráðherranns á efni skýrslunnar. Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í gær að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að knýja Barr til að afhenda skýrslu Mueller óritskoðaða og með öllum undirliggjandi gögnum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Nokkrir saksóknarar úr teymi Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, eru sagðir ósáttir við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, dró niðurstöður þeirra saman í síðasta mánuði. Þeir eru sagðir telja skýrsluna skaðlegri Trump forseta en Barr lét í veðri vaka. Barr lýsti því sem hann sagði meginniðurstöður tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá í bréfi til Bandaríkjaþings 24. mars. Þar sagði Barr að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboðið hafi lagt á ráðin með Rússum en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Nú segir New York Times að einhverjir rannsakenda Mueller hafi sagt kollegum sínum að Barr hafi ekki gefið greinargóða lýsingu á niðurstöðum þeirra. Þær séu forsetanum óþægilegri en Barr gaf í skyn. Barr vinnur nú að því að hreinsa upplýsingar sem hann telur að eigi að vera leynilegar úr skýrslunni áður en hún verður afhent þinginu síðar í þessum mánuði.Verulegar vísbendingar um að forsetinn hafi skipt sér af rannsókninni Blaðið segir heimildarmenn sína ekki vilja lýsa hvers vegna rannsakendurnir telja niðurstöður skýrslunnar skaðlegri forsetanum en komið hefur fram til þessa. Washington Post segir hins vegar að starfsmenn úr liði Mueller hafi kvartað við nána félaga sína um að sönnunargögnin sem þeir fundum um að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar hafi verið veruleg og ískyggileg. Einhverjum rannsakendanna þykir einnig skjóta skökku við að Barr hafi ekki birt samantekt á efni skýrslunnar sem þeir undirbjuggu sérstaklega. Samantektir voru gerðar fyrir mismunandi kafla skýrslunnar með það fyrir augum að þær væru gerðar opinberar. Þeir hafi búist við því að þær samantektir yrðu birtar, ekki aðeins samantekt dómsmálaráðherranns á efni skýrslunnar. Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í gær að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að knýja Barr til að afhenda skýrslu Mueller óritskoðaða og með öllum undirliggjandi gögnum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37