Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 13:06 Trump var óvinsæll fyrir lok Rússarannsóknarinnar og er það ennþá eftir hana ef marka má kannanir. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15