Enski boltinn

Abramovich hefur ekki gefist upp á Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roman í stúkunni á Stamford Bridge. Það er sjaldséð sjón í dag.
Roman í stúkunni á Stamford Bridge. Það er sjaldséð sjón í dag. vísir/getty
Síðasta árið hefur orðrómurinn um að Rússinn Roman Abramovich ætli sér að selja Chelsea sífellt orðið háværari.

Ein ástæðan fyrir því er sögð vera sú að hann fékk ekki landvistarleyfi á Englandi á síðasta ári og á því mun erfiðara með að komast á leiki hjá sínu félagi.

Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að þetta sé ekki rétt og að eigandinn skipti sér jafn mikið af og hann hafi alltaf gert síðan hann keypti félagið árið 2003.

„Allt sem hann gerir undirstrikar hans metnað til félagsins. Við heyrum frá honum nokkrum sinnum á dag og hann er að ræða alla mögulega hluti við okkur. Hann tekur virkan þátt í starfinu,“ sagði Buck.

Abramovich hefur gjörbreytt Chelsea með því að dæla inn peningum í félagið og titlarnir hafa komið á færibandi með hann sem eiganda en eyðimerkurgangan fyrir hans tíma var ansi löng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×