Erlent

Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans

Andri Eysteinsson skrifar
David Malpass, nýr forseti Alþjóðabankans, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
David Malpass, nýr forseti Alþjóðabankans, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Getty/ Alex Wong
David Malpass, aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur verið samþykktur sem nýr forseti Alþjóðabankans. Malpass var tilnefndur til starfsins af Bandaríkjaforseta, Donald Trump, en Malpass starfaði sem efnahagsráðgjafi Trump í kosningabaráttu hans fyrir forsetakosningarnar 2016.

Malpass hefur ekki legið á skoðunum sínum á Alþjóðabankanum í gegnum tíðina. Hann hefur eins og Trump sjálfur ítrekað véfengt störf Alþjóðbankans og annarra alþjóðastofnana. BBC segir líkur á að Malpass muni reyna að minnka áhrif bankans. Malpass kvað útnefninguna vera mikinn heiður.

Malpass var einróma samþykktur af 25 manna framkvæmdastjórn bankans. Bandaríkin eru með 16% atkvæða og eru stærsti hluthafi bankans, þar á eftir koma Japan og Kína.

Malpass var meðal annars yfirhagfræðingur fjárfestingabankans Bear Stearns frá 1993 fram að falli hans árið 2008. Hann bauð sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir repúblikana í New York árið 2010 en tapaði


Tengdar fréttir

Svo mikil vinna en svo fáar konur

Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, var stödd á Íslandi á dögunum þar sem hún kynnti meðal annars niðurstöður nýrrar skýrslu um lagalega stöðu kvenna í heiminum. Þótt enn sé töluvert í land varðandi jafnrétti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×