Mjótt á mununum fyrir þingkosningar í Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2019 19:30 Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30