Enski boltinn

Sterling stoltur af húðlit sínum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling fyrir leik City gegn Fulham á dögunum.
Sterling fyrir leik City gegn Fulham á dögunum. vísir/getty
Raheem Sterling, framherji Manchester City og enska landsliðsins, segir rasisma í enskum fótbolta vera alvarlegt vandamál og segir að það þurfi fleiri leikmenn að tala út um þessi vandamál.

Sterling hefur verið einna duglegastur að tala um rasisma sem hafa átt sér stað í fótboltanum undanfarið og segir að hann sé stoltur af sínum húðlit.

„Ég er persóna sem vill tala um hlutina þegar mér líður að þeir sé ekki sanngjarnir. Ég held að það sé besta leiðin til þess að komast áfram. Því fleiri leikmenn sem stíga fram, því betra verður þetta,“ sagði Sterling.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hvernig eigi að höndla það verði leikmenn varir við rasisma í leik. Sterling segir að það sé ekki rétt að flauta leikinn af eða labba út af.

„Ég er persónulega ekki sammála því. Að vinna leikinn myndi særa þau enn meira því þau eru bara reyna að brjóta þig niður. Ef þú labbar útaf þá vinna þau. Að skora eða vinna væri enn betra.“

„Þegar ég ólst upp þá sagði mamma mín við mig að ég væri fallegt svart barn og ég vissi þetta. Svo ég vissi þetta. Þegar ég heyri þetta er það ekkert nýtt fyrir mig. Ég veit að ég er svartur og ég er ánægður með það. Ég er stoltur af því.“

„Mér líður vel í mínum líkama en á sama tímapunkti er rasismi ekki í lagi. Þegar ég var yngri sagði mamma mín við mig að elska sjálfan og þann mann sem ég hafði að geyma.“

Liðsfélagi Sterling í enska landsliðinu, Danny Rose, hefur einnig lent í rasisma og það gerðist meðal annars í landsleik gegn Svartfjallalandi á dögunum. Hann segir það synd.

„Ég hef hert sögur frá honum frá því að hann var yngri og þetta hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta lítur út fyrir að vera orðið of mikið. Það er synd,“ sagði Sterling að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×