Shearer segir Messi vera meira vandamál en Liverpool í eltingarleik City við fernuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:30 Lionel Messi og Mo Salah. Getty/Samsett Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira