Warnock: Erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 10:30 Warnock hefur marga fjöruna sopið vísir/getty Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira