Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. mars 2019 07:52 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/AP Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54