Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 10:46 Michael Jackson með drengjunum James Safechuck (til vinstri) og Wade Robson (til hægri). HBO Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. Heimildarmyndin Leaving Neverland var frumsýnd á HBO á dögunum og þar rekja Robson og Safechuck brot Jackson í miklum smáatriðum, líkt og fjallað var um á Vísi. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjölfarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Tekur sem dæmi að þeir hafi báðir gifst og eignast börnÍ helgarviðtali við breska blaðið The Times var Streisand, sem þekkti Jackson, spurð út í málið. Var hún meðal annars beðin um að lýsa Jackson.Hér sést Barbra Streisand við hlið Michael Jackson árið 1986.Getty/Bettmann„Hann var mjög indæll, mjög barnslegur,“ svaraði Streisand sem hafnaði boði hans um að syngja með honum lagið I Just Can't Stop Loving You á sínum tíma. Í viðtalinu tekur blaðamaðurinn fram að Streisand virðist sýna Jackson óvænta samúð. „Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, þær koma líklega frá barnæsku hans eða DNA-inu hans. Það er hægt að nota orðið „misnotkun“ en þessi börn, eins og við heyrðum þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir giftust báðir og eignuðust börn þannig að þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu. Var hún einnig spurð að því hvort hún finndi fyrir reiði í garð Jackson. „Þetta er samblanda af tilfinningum. Ég er leið fyrir hönd barnanna, ég er leið fyrir hönd hans. Ætli ég kenni ekki foreldrum þeirra sem leyfðu börnunum að sofa heima hjá honum. Af hverju ætli Michael hafi haft þörf fyrir að klæða börnin upp eins og hann, í skónum og dansandi með hatta?“ spurði Streisand. Þrátt fyrir að sögusagnir og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Jackson í garð barna hafi áður komið fram hafa ítarlegar lýsingar Robson og Safechuk vakið óhug. Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa til ð mynda bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Þá hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að hlusta á tónlist Jackson, sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd. Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. Heimildarmyndin Leaving Neverland var frumsýnd á HBO á dögunum og þar rekja Robson og Safechuck brot Jackson í miklum smáatriðum, líkt og fjallað var um á Vísi. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjölfarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Tekur sem dæmi að þeir hafi báðir gifst og eignast börnÍ helgarviðtali við breska blaðið The Times var Streisand, sem þekkti Jackson, spurð út í málið. Var hún meðal annars beðin um að lýsa Jackson.Hér sést Barbra Streisand við hlið Michael Jackson árið 1986.Getty/Bettmann„Hann var mjög indæll, mjög barnslegur,“ svaraði Streisand sem hafnaði boði hans um að syngja með honum lagið I Just Can't Stop Loving You á sínum tíma. Í viðtalinu tekur blaðamaðurinn fram að Streisand virðist sýna Jackson óvænta samúð. „Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, þær koma líklega frá barnæsku hans eða DNA-inu hans. Það er hægt að nota orðið „misnotkun“ en þessi börn, eins og við heyrðum þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir giftust báðir og eignuðust börn þannig að þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu. Var hún einnig spurð að því hvort hún finndi fyrir reiði í garð Jackson. „Þetta er samblanda af tilfinningum. Ég er leið fyrir hönd barnanna, ég er leið fyrir hönd hans. Ætli ég kenni ekki foreldrum þeirra sem leyfðu börnunum að sofa heima hjá honum. Af hverju ætli Michael hafi haft þörf fyrir að klæða börnin upp eins og hann, í skónum og dansandi með hatta?“ spurði Streisand. Þrátt fyrir að sögusagnir og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Jackson í garð barna hafi áður komið fram hafa ítarlegar lýsingar Robson og Safechuk vakið óhug. Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa til ð mynda bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Þá hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að hlusta á tónlist Jackson, sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd.
Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00
Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51
Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26