Reyna að ná meirihluta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. mars 2019 06:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Breska þingið greiðir í dag atkvæði um tillögur um hvað skuli gera í Brexit-málinu, annað en að samþykkja samninginn sem Theresa May forsætisráðherra hafði náð við Evrópusambandið. Þingmenn hrifsuðu til sín völdin yfir Brexit á mánudag eftir að útgöngu var frestað. Ríkisstjórnin hefur frest til 12. apríl til þess að stinga upp á nýrri nálgun við ESB ef ekki er hægt að ná samningi May í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um tillögur hefst klukkan 19 í kvöld en það er undir þingforsetanum John Bercow komið um hvaða tillögur verða greidd atkvæði. Samkvæmt BBC er líklegt að gengið verði til atkvæðagreiðslu um til að mynda aðild að EFTA, fríverslunarsamning sem svipar til þess sem ESB og Kanada gerðu og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Þrír ráðherrar í stjórn May sögðu af sér á mánudaginn vegna þess að þeir voru ósáttir við gang mála. Einn þeirra, Alistair Burt, sagði við BBC að það væri afar brýnt að tryggja að útgangan yrði ekki samningslaus. Fleiri ráðherrar eru sagðir hafa komið því á framfæri við May að þeir myndu segja af sér ef hún beitti sér ekki af hörku gegn samningslausri útgöngu. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum að ósáttir þingmenn Íhaldsflokksins hefðu verið spurðir um það á fundi á sunnudag hvort þeir gætu stutt samninginn ef May segir af sér. Svör liggja ekki fyrir. Ef þingmenn ná meirihluta um einhverja tillögu í dag þarf ríkisstjórnin annaðhvort að fylgja henni eða hundsa hana. Ef hún er hundsuð, eða ef enginn meirihluti næst, þykir líklegt að atkvæðagreiðsla fari fram í þriðja sinn um samning May. Ef það tekst ekki er staðan enn erfiðari. Þá þyrfti að ganga út án samnings, fresta útgöngu enn frekar eða jafnvel hætta alfarið við Brexit. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Breska þingið greiðir í dag atkvæði um tillögur um hvað skuli gera í Brexit-málinu, annað en að samþykkja samninginn sem Theresa May forsætisráðherra hafði náð við Evrópusambandið. Þingmenn hrifsuðu til sín völdin yfir Brexit á mánudag eftir að útgöngu var frestað. Ríkisstjórnin hefur frest til 12. apríl til þess að stinga upp á nýrri nálgun við ESB ef ekki er hægt að ná samningi May í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um tillögur hefst klukkan 19 í kvöld en það er undir þingforsetanum John Bercow komið um hvaða tillögur verða greidd atkvæði. Samkvæmt BBC er líklegt að gengið verði til atkvæðagreiðslu um til að mynda aðild að EFTA, fríverslunarsamning sem svipar til þess sem ESB og Kanada gerðu og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Þrír ráðherrar í stjórn May sögðu af sér á mánudaginn vegna þess að þeir voru ósáttir við gang mála. Einn þeirra, Alistair Burt, sagði við BBC að það væri afar brýnt að tryggja að útgangan yrði ekki samningslaus. Fleiri ráðherrar eru sagðir hafa komið því á framfæri við May að þeir myndu segja af sér ef hún beitti sér ekki af hörku gegn samningslausri útgöngu. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum að ósáttir þingmenn Íhaldsflokksins hefðu verið spurðir um það á fundi á sunnudag hvort þeir gætu stutt samninginn ef May segir af sér. Svör liggja ekki fyrir. Ef þingmenn ná meirihluta um einhverja tillögu í dag þarf ríkisstjórnin annaðhvort að fylgja henni eða hundsa hana. Ef hún er hundsuð, eða ef enginn meirihluti næst, þykir líklegt að atkvæðagreiðsla fari fram í þriðja sinn um samning May. Ef það tekst ekki er staðan enn erfiðari. Þá þyrfti að ganga út án samnings, fresta útgöngu enn frekar eða jafnvel hætta alfarið við Brexit.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12