Erlent

Norski leikarinn Jon Skolmen er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jon Skolmen (til vinstri) og Lasse Åberg (til hægri) í hlutverki Ole Bramserud og Stig-Helmer Olsson í Sällskapsresan 2: Snowroller.
Jon Skolmen (til vinstri) og Lasse Åberg (til hægri) í hlutverki Ole Bramserud og Stig-Helmer Olsson í Sällskapsresan 2: Snowroller.
Norski leikarinn og grínistinn Jon Skolmen er látinn, 78 ára að aldri. Skolmen kom fram í fjölda sýninga, kvikmynda og sjónvarpsþátta, en er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk hins glaðværa Ole Bramserud í sænsku kvikmyndinni Sällskapsresan og framhaldsmyndunum fimm.

Norskir fjölmiðlar greindu frá því í kvöld að Skolmen hafi andast fyrr í dag, en hann var einn ástsælasti leikari Noregs.

Skolmen starfaði lengi hjá norska ríkissjónvarpinu áður en hann sló í gegn í Sällskapsresan árið 1980. Spannaði leiklistarferill hans um þrjátíu ár.

Síðasta hlutverk Skolmen var einmitt sem Ole Bramserud í kvikmyndinni The Stig-Helmer Story, þeirri sjöttu og síðustu í röð Sällskapsresan-myndanna. Í myndunum sagði frá ævintýrum og vináttu hins óframfærna Svía, Stig-Helmer Olsson, og hins glaðværa Norðmanns, Ole Bramserud.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×