Erlent

Minntust fórnar­lambanna í Christchurch

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega tuttugu þúsund manns mættu á athöfnina.
Rúmlega tuttugu þúsund manns mættu á athöfnina. EPA
Minningarathöfn fór fram í morgun í Nýja-Sjálandi þar sem fórnarlamba hryðjuverksins í Christchurch var minnst, en fimmtíu voru skotnir til bana þar í tveimur moskum fyrr í mánuðinum.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af.

Rúmlega tuttugu þúsund manns mættu á athöfnina sem fram fór í Hagley Park, þar á meðal erindrekar fjölda ríkja.

Þá tróð poppsöngvarinn Cat Stevens upp á athöfninni en hann kemur sárasjaldan fram, eftir að hann snerist til íslamtrúar fyrir nokkrum áratugum.




Tengdar fréttir

Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland

Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×