Erlent

Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland

Sylvía Hall skrifar
Vilhjálmur prins.
Vilhjálmur prins. Vísir/Getty
Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch þann 15. mars.

Mun hann heimsækja landið fyrir hönd Elísabetar bretadrottningar, ömmu sinnar, sem er jafnframt þjóðhöfðingi landsins en Elísabet er 92 ára.

Konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar þar sem þau fordæmdu hryðjuverkin. Þau sögðu hryðjuverkin vera árás á samfélagið í Christchurch og múslima um allan heim en slík illska gæti aldrei sigrað samkennd og umburðarlyndi.

„Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað,“ sagði í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×