Erlent

Banda­rísk flug­mála­yfir­völd krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla

Atli Ísleifsson skrifar
Boeing 737 MAX 8 vélar hafa komið við sögu í tveimur flugslysum á síðustu fimm mánuðum.
Boeing 737 MAX 8 vélar hafa komið við sögu í tveimur flugslysum á síðustu fimm mánuðum. Getty
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á gerðar verði lagfæringar á hönnun véla Boeing af gerðinni 737 MAX fyrir apríl. Ekki þyki þó ástæða til kyrrsetningar.

Tilkynningin kemur í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.

CNBC segir frá því að FAA hafi fram á að gerð verði uppfærsla á stýrikerfi vélarinnar og búnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.

Kínversk flugmálayfirvöld eru í hópi þeirra sem hafa kyrrsett rúmlega níutíu vélar af þessari gerð í Kína, sem er um þriðjungur allra Boeing 737 MAX 8 véla sem eru í umferð.

Icelandair gerir úr þrjár vélar af sömu gerð, en hafa sagt að ekki sé tímbært að kyrrsetja vélarnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×