Enski boltinn

Ekki fastamaður hjá Chelsea en gæti orðið einn besti miðjumaður í Evrópu að mati Sarri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri á hliðarlínunni í gær.
Sarri á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að Ruben Loftus-Cheek, miðjumaður liðsins, geti orðið einn besti miðjumaður í heimi ef hann heldur áfram á sömu braut.

Englendingurinn átti flottan leik fyrir Chelsea sem rúllaði yfir Dynamo Kiev í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Erópudeildarinnar í gærkvöldi.

Chelsea vann síðari leikinn 5-0 eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0 og er því örugglega komið áfram í átta liða úrslitin. Sarri var ánægður með spilamennskuna í samtali við BT Sport.

„Við byrjuðum mjög vel og vildum byrja þannig. Við skoruðum eftir fimm mínútur sem var erfitt fyrir mótherja okkar. Við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik og stýrðum svo leiknum í síðari hálfleik.“

Loftus-Cheek hefur ekki verið fastamaður í liði Chelsea á tímabilinu en hann byrjaði leikinn í gærkvöldi og stýrði miðsvæðinu auk þess að leggja upp fyrsta mark leiksins fyrir Oliver Giroud.

„Hann gerði mjög vel. Hann hefur bætt sig á síðustu mánuðum. Hann hefur getað æft eftir að hafa átt í bakmeiðslum. Hann var stórkostlegur og ég var ánægður að hann gat spilað allar 90 mínúturnar.“

„Gæðin hans eru mjög, mjög há. Líkamleg, tæknilega og taktísklega er hann að bæta sig. Hann gæti orðið einn besti miðjumaðurinn og ekki bara á Englandi heldur í allri Evrópu,“ sagði Sarri. Yfir sig hrifinn af Englendingnum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.