Erlent

Hefja 435 kílómetra Brexit-göngu

Andri Eysteinsson skrifar
Nigel Farage fór fyrir göngunni.
Nigel Farage fór fyrir göngunni. Getty/Jan Forsyth
Stuðningsmenn við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem jafnan er þekkt sem Brexit, héldu margir hverjir af stað í mótmælagöngu þar sem þeir saka stjórnvöld um svik þar sem líklegt er talið að brotthvarf Breta frestist.

Milli 100 og 200 Brexit-manna söfnuðust saman í borginni Sunderland í norðurhluta landsins, rúmum 435 kílómetrum frá höfuðborginni Lundúnum. Hyggjast þeir halda þaðan til þinghússins í Lundúnum og telja þeir að göngunni ljúki 29. mars næstkomandi.

Hópur mótmælanda, sem samanstóð að mestu af eldra fólki hélt af stað í gönguna með fram austurströnd Englands og hrópaði slagorð á borð við „Viðurkennið lýðræðið“. Endastöð hópsins er eins og áður sagði við þinghúsið breska en hópurinn ætlar þó ekki að ganga alla leið.

Fyrrverandi formaður UKIP flokksins, sem barðist einna helst fyrir Brexit, Nigel Farage, slóst í hóp göngumanna í dag og sagði „Ef stjórnmálamenn halda að þeir geti gengið yfir okkur, munum við marsera til baka og segja þeim að slíkt sé ekki hægt.“ (e. If politicians think they can walk all over us, we‘re going to march back and tell them they cant“


Tengdar fréttir

Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað

Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×