Erlent

Bein útsending: SpaceX skýtur geimferju á loft

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída.
Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. AP/Joel Kowsky
Fyrirtækið SpaceX tekur í dag mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni.

Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída.

Sjá einnig: SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum

Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.

Hægt er að fylgjast með geimskotinu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Evrópa að tapa gegn SpaceX

Ríkisendurskoðun Frakklands segir að eldflaugin byggi á gamalli tækni og verði ósamkeppnishæf og þá sérstaklega gagnvart fyrirtækjum í Bandaríkjunum eins og SpaceX.

Fyrsta tunglfar Ísraelsmanna farið af stað

Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila.

NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing

Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×